The Viking Team Floridahus.is

 FYRIR ÍSLENDINGA SEM VILJA KAUPA EÐA SELJA EIGNIR Í FLÓRIDA.

Um The Viking Team

Erna Pétursdóttir og Petur Sigurðsson

The Viking Team eða Víkingasveitin eins og við köllum okkur stundum, samanstendur af Pétri Sigurðssyni og Ernu Pétursdóttur (Sigurdsson í henni Ameríkur).  Pétur hefur starfað sem fasteignasali í Flórida frá því í júlí 2000 og Erna frá því í febrúar 2006.  Okkar markmið er að veita: "Framúrskarandi þjónustu í breytilegu umhverfi og tryggja að viðskiptavinir okkar njóti bestu kjara á markaðnum hverju sinni".  Í samræmi við þetta markmið okkar og þá staðreind að seljendur húsa í Bandaríkjunum greiða sölulaunin en ekki þú kaupandi góður.  Því höfum við ákveðið að tilboð sem eru í gangi núna og er beint að okkur, - fari beint til þín!  Jafnframt munum við gera okkar besta til þess að þú skiljir hvað er um að vera þegar þú kaupir eða selur eignir, hver er réttur þinn og hverjar eru skyldur þínar

Tengill við FasteignamiðstöðinaFyrsta skrefið sem við tókum til þess að auðvelda Íslendingum kaupin, var að finna samstarfsaðila á Íslandi.  Eftir miklar vangaveltur og skoðun á fyrirtækjum varð Fasteignamiðstöðin fyrir valinu, þar er Hinrik Olsen, sölufulltrúi tengill okkar.  Tilgangurinn með þessu samstarfi er að auðvelda Íslendingum aðganginn að okkur og upplýsingum um fasteignamarkaðinn í Flórida. 

Einnig höfum við alltaf verið í samstarfi við góð fjármögnunarfyrirtæki eins og t.d. Florida Community Bank, sem getur veitt allt að 70% fjármögnun fyrir Íslendinga.  Ásamt því að við eigum samstarf við fyrirtæki sem annast fasteignaumsjón og sjá um skammtímaleigu.

Það gilda mismunandi reglur í hverfunum hérna í Flórida, sum leyfa skammtímaleigu meðan önnur leyfa ekki skemmri leigu en eitt ár, svo tekið sé algengt dæmi.  Þess vegna munum við reyna á þessari heimasíðu að lista skilmerkilega þau hverfi sem leyfa skammtímaleiguna og aðgreina frá öðrum hverfum.  Einnig mun ég reyna að kynna fyrir ykkur hvað er gaman að sjá og gera í Sólskinsfylkinu, eins og til dæmis: skemmtigarðar, golfvellir, verslun, náttúruskoðun og fleirra.

Lára og Katrín Ernudætur

Við erurm stolt af því að tilkynna að við hugsum um framtíðina.  Lára og Katrín Ernudætur eru þegar komnar í þjálfun og stefna að því að taka við stjórnvöldunum eins og sést á myndinni

Pétur Sigurðsson, Fasteignasali

Pétur og Erna

The Viking Team, Realty 
 6458 Pinewood Drive 
Orlando, FL 32822
Simi: 321.263.5096
Íslenskt símanúmer: 499-3000

 
Smeltu Hérna til þess að hafa samband

14676