The Viking Team Floridahus.is

 FYRIR ÍSLENDINGA SEM VILJA KAUPA EÐA SELJA EIGNIR Í FLÓRIDA.

Golf og gaman

Flórida er einn stór leikvöllur, það er sama hvar þú ert í Flórida, gamanið er aldrei lengra en 10 mínútur í burtu.  Með fjölmörgum skemmtigörðum, golfvöllum, endalausum baðströndum, óteljandi verslunum, þjóðgörðum og fleirru.  Það má með sanni segja að staðhæfingin um leikvöllinn er sönn.  Á þessari síðu mun ég reyna að tengja sem flesta af þessum stöðum á einfaldann hátt við heimasíðuna, þannig að þú þarft eingöngu að smella á myndina til þess að finna það sem hentar þér.

Golfvöllur

Ef hægt er að tala um þjóðaríþrótt í Flórida þá er golfið númer eitt.  Þessi tengill flytur þig á stað þar sem allir golfvellir í Flórida eru skráðir ásamt tengingu við þá velli sem hafa heimasíðu.  Einnig er þar að finna tengingu við golf verslanir og ýmsa fræðslu um gólf í Flórida.

Beauty and the beast í Disney garður

Disney er stæðstur af öllum skemmtigörðum og hótelhöldurum í Flórida með fjóra skemmtigarða og fjölmörg hótel ásamt skemmtiferðaskipum, þá er Disney viðkomustaður allra.

Rússíbani

Universal er númer tvö af skemmtigörðunum í Flórida með tvo garða ásamt hótelum, veitingastöðum og fleirru.

Shamu í Sea World

Sea World er sá skemmtigarður í Flórida sem hefur sterkustu tengslin við Ísland, háhyrningarnir í Sea World eru ættaðir af Íslandsmiðu.

NASA space shuttle

Kennedy Space Center, er um það bil 45 mínútna akstur frá Orlando og er rétt fyrir norðan bæinn Coca.  Þar hefur NASA sett upp á skemmtilegan hátt fræðslu- og upplýsingasetur um geimferðir þeirra.

Bush Garden garðurinn í Tampa

Bush Gardens í Tampa er þekktur fyrir rússibana, dýralíf og bjór.  Góður staður til þess að eyða deginum.

Ströndir í FlórídaÞað er sama hvort þú ert að leita að ströndum, skemmtigörðum, þjóðgörðum, bátum og síglingum, golfi, hótelum eða einfaldri skemmtun, þessi heimasíða tengir þig við þetta allt.  Hún skiptir Flórida niður í svæði eða eftir því hverskonar skemmtun þú villt.

Sundlaug í OrlandóÞjónustumiðstöð ferðamanna á Orlandósvæðinu, býður upp á þessa heimasíðu, hún sýnir ferðamönnum hvað er í boði á Orlandosvæðinu.  Hvort sem það er gisting, skemmtun, út að borða, golf, ferðamáti og fleirra.  Þetta er allt á síðunni.  Ég hvet alla sem ætla til Orlandó að kynna sér innihaldið og ekki sleppa því að líta á tilboðs síðuna hjá þeim, hún er gulls ígildi.

Pétur Sigurðsson, Fasteignasali

Pétur og Erna

The Viking Team, Realty 
 6458 Pinewood Drive 
Orlando, FL 32822
Simi: 321.263.5096
Íslenskt símanúmer: 499-3000

 
Smeltu Hérna til þess að hafa samband

14676