The Viking Team Floridahus.is

 FYRIR ÍSLENDINGA SEM VILJA KAUPA EÐA SELJA EIGNIR Í FLÓRIDA.

Að selja hús í Mið Flórida

 

 Þarftu að selja eigninga þína í Flórida?

Húsnæði í Flórída

Ekkert varir að eilífu, þó það sé gaman í Flórida og við viljum helst ekki fara þaðan, þá kemur það fyrir sum okkar að við neyðumst til þess og svo eru það þið, sem viljið minnka eða stækka við ykkur.  Þá kemur að því, að við verðum að selja, það er sama hvort þú ert að reyna að selja: íbúð, hús eða aðra fasteign.  Við viljum gjarnan sækja um vinnu hjá þér.

Núna ert þú eflaust að spyrja sjálfan þig að því, hvers vegna að ráða The Viking Team til þess að selja eignina mína?  Það eru ótal ástæður fyrir því að fólk notar okkur til þess að selja fyrir sig og langar okkur að nefna örfáar.

Áður en nokkur markaðssetning eða skuldbinding af þinni hálfu er gerð, þá munum við verðmeta eignina og senda þér skýrslu ásamt skriflegri markaðsáætlun.  Síðan munum við aðstoða þig við að gera eignina tilbúna til sölu.  Þá göngum við frá öllum samningum um söluna og útskýrum allan kostnað.  Jafnfram gefum við þér tryggingu fyrir því að þú verðir ánægð/ur með þjónustu okkar (Satisfaction Guarantee) .

Lára og Katrín hjálpa afa við fasteignasöluna

Þar sem mynd segir meira en þúsund orð, tökum við yfirleitt á annað hundrað mynda af eigninni til þess að nota í markaðsetningunni.  Við útbúum síðan hrinsjár kynningar (Visual Tour), með útskýringartexta sem síðan er dreift á fjölda vefsíðna.  Smellið hér til þess að sjá dæmi un hringsjá kynningu.  Þá útbúum við bækling um eignina og síðan sendum við póstkort um húsið í nágrennið.

Flestir leita af eignum á Internetinu í dag, þess vegna höfum við tekið upp samstarf við Real Pro Systems og fjölda dreyfingaraðila á netinu ásamt því að allar eignir sem við seljum fara á www.worldproperties.com.  Á netinu bjóðum við uppá, fjölda mynda, hringsjá kynningu, aukinn texta og fleirra.  Þetta tryggir að eignin er skoðuð mörg hundruð sinnum oftar en eignir sem bjóða bara eina mynd.  Real Pro kerfið hjálpar okkur að vera í sambandi við viðskiptavininn og aðra fasteignasala, þar sem við sendum út skoðanakannanir um eigninar ásamt því að við getum frá því kerfi sent út fjöla e-mail.

Katrín færir afa skiltið hans

Við vinnum með ykkur og öðrum fasteignasölum, með það að markmiði að gera það eins auðvelt og mögulegt er að sýna eignina og tryggja að þú fáir tilboð eins fljótt og mögulegt er.  Eftir að samningurinn hefur verið gerður þá fylgjum við honum eftir og tryggjum að kaupandinn sæki um lánin, geri þær skoðanir sem honum ber, tryggjum að lögfræðifyrirtækið (Title Company) sem gengur frá sölunni hafi öll gögn sem þeim ber og að frágangur pappíra fari fram á retturm tíma.

Að sjálfsögðu er lýsingin að ofan ekki tæmandi, þar stiklum við bara á aðalatriðunum.  Ef þú ert að hugleiða sölu hafðu samband með því að smella hér, ef þig langar að vita hvers virði eignin þín er (án þess að þurfa að tala við okkur), þá smelltu hér.

Pétur Sigurðsson, Fasteignasali

Pétur og Erna

The Viking Team, Realty 
 6458 Pinewood Drive 
Orlando, FL 32822
Simi: 321.263.5096
Íslenskt símanúmer: 499-3000

 
Smeltu Hérna til þess að hafa samband

14676