Markmið:
Markmið okkar er að: Kynnast og þekkja viðskiptavininn og hans þarfir, með það í huga að þjóna leigjendum og leigusölum á leigumarkaði þar sem öryggi og hagkvæmni er höfð að leiðarljósi.
Yfirlit yfir þjónustu okkar.
Við bjóðum uppá tvær þjónustuleiðir fyrir leigusala.
Full þjónusta, þar sem við byrjum á því að meta eignina og mögulegt leiguverð miðað við staðsetningu og gerð eignarinnar. Síðan leitum við að leigjanda, metum hann bæði fjárhagslega og hvort hann sé á sakaskrá. Gerum leigusamning og innheimtum leigu. Einnig sjáum við um minniháttar viðgerðir og greiðslur fyrir leigusala. Ásamt því að sjá um samskipti við leigjandann þá skoðum við eignina reglulega og fylgjumst með umgengni.
Hluta þjónusta, þar sem við byrjum á því að meta eignina og mögulegt leiguverð miðað við staðsetningu og gerð eignarinnar. Siðan leitum við að leigjanda, metum hann bæði fjárhagslega og hvort hann sé á sakaskrá. Að lokum skrifum við leigusamning sem leigusali og leigjandi skrifa undir.
Helstu atriði
Einnig aðstoðum við ykkur við að finna eignir sem fjárfestingu greina fjárfestignuna og síðan umsjón með eigninni. Það er að segja við aðstoðum við allan pakkann.
Að lokum við sjáum ekki um eignir í skammtímaleigu, það er leigutími er skemmri en 7 mánuðir.