The Viking Team Floridahus.is

 FYRIR ÍSLENDINGA SEM VILJA KAUPA EÐA SELJA EIGNIR Í FLÓRIDA.

Nýbyggingar í Norð Vestur Orlando

Westyn BayWestyn Bay.  

David Weekley Homes. 

Westyn Bay er afgirt hverfi á bökkum Lake Apopka í Ocoee. Hverfið er miðað við virkan lífsstíl og hefur flest allt sem sumardvalastaður hefur. Í hverfinu eru meðal annars, klúbbhús, leikvöll, tennis vellir, körfuboltavellir, fótboltavöllur og yfirbyggð bryggja við Lake Apopka. Það er stutt í verslun og veitingastaði í Winter Garden Village og Fountains West Shopping Center.  

SeasideOakland Park. 

David Weekley Homes.

Oakland Park er í Winter Garden á mörkum Oakland. Í þessu hverfi leggur David Weekley Homes áhersluna á umhverfið og byggir viðhaldslítil og orkusparandi hús. Hverfið er við The West Orang Trail sem er stígur sem tengir saman Winter Garden og Oakland. Stígurinn skapar örugga leið fyrir göngu og hjólreiðafólk á leið í skóla, verslun og veitingastaðina við Plant Stræti. Það eru um 8 kílómetrar frá hverfinu að Winter Garden Village við Fowler´s Grove þar sem hægt er að velja um yfir 75 úti og inni veitingastaði og verslanir.     

 

Wekiva RunWekiva Run.

M/I Homes.

Wekiva Run er lokað hverfi í Apopka. Þetta hverfi er býður uppá garða, nálægð við Flóriída náttúru og rúllandi hæðir. Húsin eru byggð með orkunýtingu í huga. Hverfið er rétt hjá Mount Dora, hraðbrautum og verslunum. Einng er Wekiva State Park ekki langt frá, þar sem hægt er að synda í uppsprettum, fara í lautarferðir og njóta náttúrunnar.

Covinton Chase

Covinton Chase.

Ryan Homes

Covington Chase var áherslan lögð á útiveru, þergar hverfið var hannað og hvernig mætti nota umhverfið til þess. Þetta er einbýlishúsahverfi í Winter Garden, staðsett nálægt gamla miðbænum, verslun og veitingastöúm. Hverfið er örstutt frá West Orange Trail sem er gögu- og hjólreiðastígur, og tengir saman kjarnana í norð vestur Orange sýslu. Húsin eru byggð með orkunotkun og sparnað í huga.

Pétur Sigurðsson, Fasteignasali

Pétur og Erna

The Viking Team, Realty 
 6458 Pinewood Drive 
Orlando, FL 32822
Simi: 321.263.5096
Íslenskt símanúmer: 499-3000

 
Smeltu Hérna til þess að hafa samband

14676