The Viking Team Floridahus.is

 FYRIR ÍSLENDINGA SEM VILJA KAUPA EÐA SELJA EIGNIR Í FLÓRIDA.

Nýbyggingar í Osceola Sýslu

Bella VidaBella vida Resort

Bella vida Resort er hverfi sem sækir sitt yfirbragð og hönnun til Miðjarðarhafsins og Ítalíu.  Hverfið samanstendur af lúxus einbýlis- og raðhúsum sem eru umkringd af náttúruverndarsvæðum og vötnum.  Með flísalögðum þökum og glaðlegum litum minnir hverfið óneitanlega á bæi við Miðjarðarhafið.

 

 

 

WatersongWatersong

hverfið kemur manni á óvart á margan hátt, með sínum náttúrulega gróðri sem hefur róandi áhrif á sálarlífið og lætur mann gleyma daglega stressinu og amstrinu.  Hverfið er staðsett nálægt Skemmtigörðunum, frábærum gólfvöllum, verslunarkjörnum og með auðveldan aðgang að hraðbrautunum.  Þegar komið er í gegnum vakthliðið, blasir við fallegur gróður, stórt klúbbhús, sundlaug og hús sem byggð eru í suðrænum stranda stíl.  Í hverfinu eru eingöngu einbýlishús.

 

 

 

BellaCollinaBella Collina

Bella Collina er nýtt lúxushverfi sem er veriða að byggja við Lake Apopka, um 25 mínútna akstur í vestur frá miðbæ Orlando.  Þetta er lokað hverfi með rétt til þess að nota vatnið fyrir báta og til leikja.  Öll húsin verða sérbyggð fyrir nýja eigendur og er hægt að velja um margar gerðir húsa sem öll eru í Miðjarðarhafs stíl.  Hverfið verður með einka golfvöll, klúbbhús og listigarða.

 

Eagle BayEagle Bay. 

Ryland Homes. 

Eagle Bay er ágætlega staðsett fyrir þá sem vilja vera fyrir utan skarkala lífsins og njóta kyrrðar. Hverfið er um 11 km. frá Florida Greenway hraðbrautinni, 5 km. frá Florida Turnpike og 16 km. fá Orlando Alþjóðaflugvellinum.  Í Eagle Bay er  leikvöllur, sundlaug, blakvöllur og körfuknattleiks völlur.

 

HarmonyHarmony.

Wetherington Builders

Harmony er lítið hverfafélag í Suð Austur Osceola Sýslu þar sem öll hús og skipulag miðar að því að vera umhverfisvæn. Hverfið státar af 18 holu golfvelli sem hannaður er af Jonny Miller. Fyrir utan golfvöllinn býður hverfið upp á meðal annars: klúbbhús með tveimur veitingastöðum, golfbúð, miðbæ með verslunum og veitingastöðum, útileikhúsi, tveimur sundstöðum, grunnskóla, fjölda lystigarða, hundag lystigarð, hunda veitingastað og veiðar á vötnunum. Hverfið er staðsett við S. R. 192 milli St. Cloud og Melbourne.

 

East Lake ParkEast Lake Park.

Standard Pacific Homes.

East Lake Park er lokað hverfi með stórum lóðum. Staðsett 8 kílómetrum fyrir sunnan nýja spítalahverfisins. Húsin eru byggð með orkunýtingu og litlu viðhaldi í huga. Meðal annars eru leirflísar á þökum og orkusparandi loftræstikerfi notuð. Stór eikartré setja svip sinn á hverfið.

 

 

Pétur Sigurðsson, Fasteignasali

Pétur og Erna

The Viking Team, Realty 
 6458 Pinewood Drive 
Orlando, FL 32822
Simi: 321.263.5096
Íslenskt símanúmer: 499-3000

 
Smeltu Hérna til þess að hafa samband

14676